Útvarpslög og samkeppnislög

Þriðjudaginn 04. maí 2004, kl. 10:39:01 (7560)

2004-05-04 10:39:01# 130. lþ. 109.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, forsrh. (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 130. lþ.

[10:39]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég tel eðlilegt að þetta mál gangi til allshn. eins og lagt var til við umræðuna. Ég heyrði engan andmæla því í allri hinni löngu umræðu í gær að málið gengi með þessum hætti til allshn. eins og þinghefð stendur til. Ef menn hlustuðu á umræðurnar í gær var mönnum algjörlega ljóst að þetta mál fór í mjög vítt samhengi, almenna þjóðfélagsumræðu í landinu um stjórnskipunina, lýðræðið og annað þess háttar.

Hins vegar finnst mér sjálfsagt og eðlilegt að allshn. sendi málið til annarrar þeirrar nefndar sem nefndarmenn telja skynsamlegt að gera og ég held að það ætti að geta verið sæmileg sátt um það.