Siglingavernd

Þriðjudaginn 04. maí 2004, kl. 15:17:20 (7594)

2004-05-04 15:17:20# 130. lþ. 109.2 fundur 569. mál: #A siglingavernd# frv. 50/2004, Frsm. GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 130. lþ.

[15:17]

Frsm. samgn. (Guðmundur Hallvarðsson) (andsvar):

Herra forseti. Þegar þetta mál var tekið til 1. umr. þá kom hv. þm. Helgi Hjörvar í ræðustól og nefndi þær tölur sem hann nefnir aftur núna.

Það er rétt að ég geri ekki lítið úr starfi embættismanna Reykjavíkurhafnar, svo ábyggilegir og öruggir sem þeir hafa verið í útreikningum sínum fram að þessu. Ég ætla ekki að draga þá í efa. Það kann vel að vera að þetta eigi eftir að velta meira upp á sig en staðreyndin er sú að alþjóðasamþykktin liggur fyrir og við verðum að fullnægja þeim skilyrðum sem þar er gerð krafa um, annars erum við í vondum málum.