Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Þriðjudaginn 04. maí 2004, kl. 18:54:10 (7633)

2004-05-04 18:54:10# 130. lþ. 109.3 fundur 786. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (afnám gjalda) frv. 51/2004, Frsm. meiri hluta GHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 130. lþ.

[18:54]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit nú ekki hvert umræðan er komin, en ég vil sérstaklega taka fram varðandi þá álagningu innan ársins sem lögð er á 1. september að það er tekjufært á árinu. Það er ekki ástæða til þess, eins og fram kom hjá hv. þm. Jóhanni Ársælssyni, að fara að taka þetta mál aftur fyrir í sjútvn. Ef upplýsingar liggja fyrir í ráðuneytinu verður rætt um málið. Að öðru leyti vil ég segja að það voru það margir aðilar sem voru á tillögunni um breytingar á Þróunarsjóðunum að mér finnst eðlilegt að við ræðum það í nefndinni. Það er sjálfsagt mál án þess að nokkur ákvörðun sé tekin í því máli.