Dagskrá næsta þingfundar

Mánudaginn 10. maí 2004, kl. 22:57:03 (7774)

2004-05-10 22:57:03# 130. lþ. 111.94 fundur 544#B dagskrá næsta þingfundar# (um fundarstjórn), SJS
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur, 130. lþ.

[22:57]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég lagði spurningu fyrir hæstv. forseta áðan og endurtók spurninguna. Ég spurði: Getur hæstv. forseti upplýst okkur þingmenn um hvað verður á dagskrá þingfundar í fyrramálið? Það er ekki seinna vænna, virðulegur forseti, en að það fari að skýrast. Ég tel það algera óhæfu ef ætlunin er að láta menn mæta til fundar og þá komi í ljós jafnvel að hið umdeilda fjölmiðlafrv. sé á dagskrá. Ég óska eftir því að forseti upplýsi eða þá svari því til að ekki sé hægt að upplýsa um málið, ef staðan er virkilega þannig, áður en hann slítur fundinum.

Ég endurtek ósk mína um að hæstv. forseti svari þessari spurningu. Hann hlýtur að vita svarið ef einhver veit það hvað á að vera á dagskrá þingfundar í fyrramálið. Ég geri ráð fyrir að það eigi að gera meira í fyrramálið en standa upp fyrir forseta ungverska þingsins og fara svo heim.