Mælendaskrá í utandagskrárumræðu

Þriðjudaginn 11. maí 2004, kl. 14:33:29 (7817)

2004-05-11 14:33:29# 130. lþ. 112.94 fundur 548#B mælendaskrá í utandagskrárumræðu# (um fundarstjórn), KLM
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 130. lþ.

[14:33]

Kristján L. Möller:

Herra forseti. Ég kem upp til að spyrjast aðeins fyrir um störf þingsins og framkvæmd á þessari utandagskrárumræðu sem hér fór fram. Það vakti sérstaka athygli mína að enginn framsóknarmaður tók þátt í umræðunni. Eins og lög gera ráð fyrir hefðu þeir getað sent tvo menn í umræðuna eins og aðrir þingflokkar. Ég vil því spyrja hæstv. forseta hvort einhver mistök hafi átt sér stað og þeir hafi ekki komist að í þessari umræðu eða hvort þeir hafi einfaldlega ekki beðið um orðið.