Útvarpslög og samkeppnislög

Þriðjudaginn 11. maí 2004, kl. 15:01:22 (7824)

2004-05-11 15:01:22# 130. lþ. 112.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 130. lþ.

[15:01]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ein af brtt. nefndarinnar veldur mér heilabrotum, sú sem er um það að undanþegin frá þessu ákvæði um markaðsráðandi fyrirtæki verði þau fyrirtæki sem velta undir tveimur milljörðum. Það er fortakslaust sagt hér í lagatextanum:

,,Telja skal með veltu móður- og dótturfélaga, fyrirtækja innan sömu fyrirtækjasamstæðu og fyrirtækja sem aðilar samrunans hafa bein eða óbein yfirráð yfir.`` --- Þetta þýðir að mínu viti að fyrirtæki sem á 25% í fjölmiðlafyrirtæki getur ekki átt meira en sem svarar veltu sinni plús veltu fjölmiðlafyrirtækisins. Þetta mundi þýða ef við værum að tala um Norðurljós að fyrirtæki sem væri með 600 millj. kr. veltu væri búið að sprengja þennan tveggja milljarða kr. skala sem nefndin kom sér upp. Ég spyr: Var þetta skoðað?