Útvarpslög og samkeppnislög

Þriðjudaginn 11. maí 2004, kl. 18:42:36 (7872)

2004-05-11 18:42:36# 130. lþ. 112.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, Forseti JóhS
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 130. lþ.

[18:42]

Forseti (Jóhanna Sigurðardóttir):

Forseti vill að gefnu tilefni einnig taka fram að sá fundur sem kallað hefur verið eftir er kl. 8.15 í fyrramálið. Það er ekki eins og þessari umræðu sé að ljúka. Hún hefur staðið í fjórar klukkustundir. Fjórir hv. þingmenn hafa talað og 19 hv. þingmenn eru á mælendaskrá. Með sama áframhaldi, þó að umræðunni yrði stanslaust haldið áfram, lyki henni ekki fyrr en um eftirmiðdaginn á morgun. Það stefnir þess vegna í að álit menntmn., ef hún skilar af sér, komist inn í þessa umræðu.

Forseti vill ítreka þá ósk sína að við getum haldið áfram með mælendaskrána.