Útvarpslög og samkeppnislög

Þriðjudaginn 11. maí 2004, kl. 21:14:43 (7891)

2004-05-11 21:14:43# 130. lþ. 112.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, ISG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 130. lþ.

[21:14]

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég endurtek það sem ég hef sagt, og geri það bara fúslega, að ég þekki ekki efnisatriði þess máls sem hér um ræðir. Ég ætla ekki að taka þau rök sem hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson færir hér fram í SPRON-málinu sem góð og gild. (SKK: Ertu ekki ánægð með þau?) Ég ætla ekki að taka þau rök sem góð og gild og get ekkert á það fallist hér í þessum ræðustól við umræður um fjölmiðlamálið að SPRON-málið hafi verið sértækt mál með þeim hætti sem hér hefur verið sagt. Ég ætla ekkert að fallast á það nú í þessum ræðustól. Það kann vel að vera að svo hafi verið, virðulegur forseti.

Það sem ég vil segja er það, og það er almennt mín skoðun, að löggjafinn eigi að setja lög sem eru almenn en ekki sértæk, hvorki að efni né formi, virðulegur forseti.