Útvarpslög og samkeppnislög

Þriðjudaginn 11. maí 2004, kl. 22:45:40 (7901)

2004-05-11 22:45:40# 130. lþ. 112.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 130. lþ.

[22:45]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og við var að búast var auðvitað farið vítt og breitt um sviðið, fram og aftur í sögunni í ræðu hv. þm. og margt skemmtilegt rifjað upp sem auðvitað er alltaf gaman á síðkvöldum í þingsölum. Mér þætti samt skemmtilegra við lok ræðu hv. þm., a.m.k. í fyrri ræðu hans um málið, að reyna að fiska það út úr málflutningi hans hvort hann telji ástæðu til að bregðast við samþjöppun í eignarhaldi á fjölmiðlum á Íslandi í dag. Telur hann ástæðu til að bregðast við þeirri samþjöppun?