Útvarpslög og samkeppnislög

Þriðjudaginn 11. maí 2004, kl. 23:57:58 (7910)

2004-05-11 23:57:58# 130. lþ. 112.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, ÖJ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 130. lþ.

[23:57]

Ögmundur Jónasson (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Hér hófust nefndarfundir klukkan átta í morgun og í fyrramálið eru fyrirhugaðir fundir í menntmn. og í efh.- og viðskn. klukkan 8.15 og 8.30 eftir því sem ég kemst næst. Mér finnst þingheimur verði að fá yfirlýsingar um það frá hæstv. forseta þingsins um hvenær hann hyggst ljúka þessum þingfundi. Ég tel að honum þurfi að ljúka í síðasta lagi klukkan tvö í nótt.

Við erum tilbúin að halda áfram umræðu um þetta mál til klukkan tvö, en forseti þingsins verður að gefa okkur yfirlýsingar um hvenær hann hyggst ljúka þingfundi. Það eru fyrirhugaðir fundir í nefndum þingsins klukkan 8.15 á morgun. Þótt stjórnarþingmenn liggi í rúmum sínum og sofi vært þá hafa stjórnarandstöðuþingmenn verið hér í allan dag og þurfa að mæta á fundi í fyrramálið. Við látum ekki bjóða okkur annað en að fá a.m.k. fimm eða sex tíma hvíld áður en gengið er til þingstarfa í morgunsárið.

Við þurfum að fá ákveðnar yfirlýsingar frá þingforseta um þetta efni áður en við höldum áfram þessum þingfundi.