Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 12. maí 2004, kl. 21:03:27 (8026)

2004-05-12 21:03:27# 130. lþ. 113.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, Forseti BÁ
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 130. lþ.

[21:03]

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vill taka fram að hann er reiðubúinn að gefa hv. alþingismönnum orðið um fundarstjórn forseta eins og þeir óska, en bendir á að um efnisatriði þessa máls er mælendaskrá og þar eru allmargir á skrá. Ef menn fara í mikla efnisumræðu undir liðnum fundarstjórn forseta eru menn að fara fram fyrir þá sem hafa beðið um orðið og skráð sig á mælendaskrá til að ræða málið efnislega. Ég bið menn því að halda sig við umræðuefnið fundarstjórn forseta þegar umræður eru hafnar undir þessum lið.