Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 12. maí 2004, kl. 21:15:14 (8031)

2004-05-12 21:15:14# 130. lþ. 113.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, JBjarn (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 130. lþ.

[21:15]

Jón Bjarnason (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég hef hlýtt hér á ábendingar hv. þingmanna úr efh.- og viðskn. þar sem þeir hafa greint frá því að þar hafi komið fram afar mikilvægar nýjar upplýsingar í málinu. Ég vil því inna hæstv. forseta eftir því hvort hann muni í krafti embættisstjórnunar sinnar hlutast til um að meiri hluti og minni hluti skili nefndarálitum eða að formlegt nefndarálit komi frá efh.- og viðskn., annaðhvort hingað inn í þingið til þingmanna inn í þessa umræðu með formlegum hætti ellegar þá til allshn. sem komi þessum upplýsingum áfram inn í þingið.

Mér þykir mikilvægt að hæstv. forseti kanni hvernig hann getur átt hlut að því að þær upplýsingar sem hérna hafa verið nefndar komist með formlegum hætti inn í þessa umræðu. Ég óska eftir því að fá að heyra hvort hæstv. forseti hafi ekki þegar hlutast til um að svo verði, að efh.- og viðskn. skili þessum upplýsingum formlega hingað inn. Þetta voru gríðarlega mikilvægar ábendingar sem hér voru bornar fram varðandi nýjar upplýsingar í málinu og forseti hlýtur að hlutast til um að þær komi hingað inn. Ég vil bara inna eftir því hvort svo verði ekki.