Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 12. maí 2004, kl. 22:45:59 (8041)

2004-05-12 22:45:59# 130. lþ. 113.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 130. lþ.

[22:45]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Þeir sem útvarpa einhverju eða sjónvarpa mega þetta ekki, ekki samkvæmt þessu lagafrumvarpi. Þeir mega ekki bera út auglýsingablöð. (BjarnB: Það eru rök fyrir því í frv.) Rök í frv.? Það kom meira að segja fram í greinargerð með frv. hvernig ætti að skilgreina dagblað. Það er blað sem kemur út fjóra daga í viku. Ef fyrirtæki vill gefa út slíkt blað, hafa í því eitthvert efni, eitthvert auglýsingablað, já, ég leyfi mér að kalla Fréttablaðið auglýsingablað. Það er bara mjög einfalt mál. Ég tel að það sé þá alveg augljóslega skilgreiningarvandi ef svo er ekki því að fyrirtækið sem gefur þetta blað út fjármagnar sig á auglýsingum. (BjarnB: ... fullkomið ...) (BjarnB: Fullkomið rangnefni á blaðinu þá.) (Gripið fram í: Af hverju heitir það þá ekki Auglýsingablaðið?)