Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 12. maí 2004, kl. 23:17:12 (8048)

2004-05-12 23:17:12# 130. lþ. 113.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 130. lþ.

[23:17]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Þetta eru einmitt þær ræður sem ég hefði talið að væru kjarninn í gagnrýni hv. stjórnarandstæðinga á þetta frv., það er að hafa áhyggjur af þeirri stöðu sem er á markaði. Ég held að Framsfl. muni ekki víkja sér undan þeirri ábyrgð. Ég tek undir þá gagnrýni sem hér kemur og það má segja að við höfum brugðist of seint við. En þýðir það þá að við ætlum að sætta okkur við það ástand sem er eða er hv. þm. þeirrar skoðunar að það eigi að reyna að brjóta upp þá samþjöppun sem orðið hefur? Það verður gaman að heyra hvað hv. þm. segir um það.