Afgreiðsla fjölmiðlafrumvarps

Fimmtudaginn 13. maí 2004, kl. 10:24:53 (8081)

2004-05-13 10:24:53# 130. lþ. 114.91 fundur 555#B afgreiðsla fjölmiðlafrumvarps# (aths. um störf þingsins), SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 130. lþ.

[10:24]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Þetta er að verða allundarleg umræða. Hér er verið að setja á ýmsar ræður um það að efh.- og viðskn. ræði mál sem er á forræði annarrar nefndar. Efh.- og viðskn. fékk frest til að skila umsögn til allshn. Ég endurtek það, til að skila umsögn. Hér hafa komið þingmenn hver á fætur öðrum og talað um álit og talað eins og að þetta mál sé á forræði efh.- og viðskn. sem það er alls ekki. Ég held að menn ættu að skoða betur þær reglur og þingsköp sem við störfum eftir heldur en að koma hér upp hvað eftir annað, hver á fætur öðrum og tala af slíkri vanþekkingu sem gert er. (SJS: Nefndir mega taka upp hvaða mál sem þær kjósa.) Þetta mál er á forræði annarrar nefndar.