Útvarpslög og samkeppnislög

Fimmtudaginn 13. maí 2004, kl. 22:10:02 (8130)

2004-05-13 22:10:02# 130. lþ. 114.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, BjörgvS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 130. lþ.

[22:10]

Björgvin G. Sigurðsson (andsvar):

Ég þakka þingmanninum fyrir skorinort svar. Hann tók nokkuð afdráttarlaust af skarið með að hér væri varla á ferðinni annað en löggjöf sem lyti að því að vega að einu ákveðnu fyrirtæki. Hér væri um að ræða, með öðrum orðum, áhlaup stjórnvalda á Norðurljós.

Þingmaðurinn kom inn á marga athyglisverða fleti í sinni góðu ræðu. Einn þeirra snerti stjórnarskrána, mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar, um tjáningarfrelsi, athafnafrelsi o.s.frv. Hann benti á að fram væri kominn rökstuddur grunur um að frv. snerti beint mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar og því virtist um ólögmætan gjörning að ræða. Ég vildi óska eftir því að þm. hv. skýrði frá því hvort hans mat, hans persónulega mat, án þess að hann búi yfir júrískri menntun, segi honum að hér sé um að ræða lög sem snerti beint þessi ákvæði stjórnarskrárinnar og vegi þar með að tjáningarfrelsinu í landinu.