Útvarpslög og samkeppnislög

Fimmtudaginn 13. maí 2004, kl. 22:14:04 (8134)

2004-05-13 22:14:04# 130. lþ. 114.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 130. lþ.

[22:14]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það sem ég átti við með spurningunni var þetta: Það eru settar kvaðir á fyrirtæki sem reka fjölmiðla. Þar verða að koma að a.m.k. fjögur fyrirtæki þar sem 25% reglan gerir það alveg ljóst. Samt er áfram inni í útvarpslögum gert ráð fyrir því að einstaklingar geti fengið úthlutað útvarpsleyfi. Þetta þýðir að einstaklingur sem á fjölmiðil býr við allt aðrar reglur hvað þetta varðar en þeir sem reka fyrirtæki og reka fjölmiðla. Það er þess vegna sem ég spurði hvort hv. þm. hefði skoðað þetta atriði. Ég tel að þetta fái ekki staðist og bar þess vegna fram þessa spurningu.