Útvarpslög og samkeppnislög

Föstudaginn 14. maí 2004, kl. 11:44:14 (8164)

2004-05-14 11:44:14# 130. lþ. 115.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, ÖJ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 130. lþ.

[11:44]

Ögmundur Jónasson (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Alþingi Íslendinga er sýnt fullkomið virðingarleysi af ríkisstjórninni. Ráðherrar hunsa þessa umræðu. Þegar spurningum er beint til þeirra neita þeir að koma í þingsalinn. Hæstv. forsrh. er í húsinu (Gripið fram í: ... líka.) en hann þorir ekki að koma til umræðunnar. Margsinnis hefur verið óskað eftir því að hæstv. viðskrh. komi hingað til umræðunnar og svari spurningum sem til hennar er beint. Hún hunsar þessi tilmæli. Við gerum kröfu um að þessari umræðu verði skotið á frest og hún ekki hafin að nýju fyrr en Alþingi, þeim sem taka þátt í umræðunni og því mikilvæga málefni sem hér er til umfjöllunar er sýndur fullur sómi og virðing.

Ég trúi ekki öðru en að hér sé talað fyrir munn meiri hluta alþingismanna. Ég á eftir að trúa því að stjórnarmeirihlutinn, þótt hann sé orðinn vanur því að ganga svipugöngin, láti bjóða sér valdníðslu af því tagi sem við erum að verða vitni að.