Útvarpslög og samkeppnislög

Föstudaginn 14. maí 2004, kl. 16:02:00 (8195)

2004-05-14 16:02:00# 130. lþ. 115.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, BÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 130. lþ.

[16:02]

Birgir Ármannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að þetta sé ekki vandamál. Í þessu sambandi erum við auðvitað að tala um einstakling í atvinnurekstri, sem telst fyrirtæki í skilningi orða samkeppnislaga. Þannig er þetta í raun ekkert vandamál. Það sem hv. þm. var að vísa til í ræðu sinni voru auðmenn sem reka í eigin nafni ljósvakamiðla í atvinnuskyni. Ég held því að það dæmi sem hv. þm. Jóhann Ársælsson vísaði til í ræðu sinni eigi á engan hátt við í því sambandi sem hann ræddi það.