Útvarpslög og samkeppnislög

Laugardaginn 15. maí 2004, kl. 14:33:48 (8247)

2004-05-15 14:33:48# 130. lþ. 116.3 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 130. lþ.

[14:33]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Þrír lögspekingar komu fyrir nefndina. Einn þeirra var ekki með neinar efasemdir uppi varðandi stjórnarskrána. Hinir tveir voru með uppi mjög eindregin varnaðarorð. Ég hef hins vegar grun um að þótt þeir hefðu allir haft uppi varnaðarorð hefðu þeir ekki sannfært mig í þessu máli vegna þess að ég hef verið að skoða þá þróun sem á sér stað í túlkun á eignarrétti sem grundvallarmannréttindi sem í engum tilvikum megi hrófla við. Ég er ekki á þeirri skoðun.