Útvarpslög og samkeppnislög

Laugardaginn 15. maí 2004, kl. 15:24:49 (8259)

2004-05-15 15:24:49# 130. lþ. 116.3 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 130. lþ.

[15:24]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Nú langar mig til að beina spurningu til hv. þm. Ef þingmaðurinn óttaðist að falla út af þingi í kosningum mundi hann láta sína persónulegu hagsmuni ráða orðum sínum og gerðum eða mundi hann fylgja sannfæringu sinni og því sem hann teldi sannast og réttast? Gæti nú verið að starfsmenn Norðurljósa geri einmitt það?