Útvarpslög og samkeppnislög

Laugardaginn 15. maí 2004, kl. 16:33:00 (8286)

2004-05-15 16:33:00# 130. lþ. 116.3 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, ISG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 130. lþ.

[16:33]

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég get að sjálfsögðu ekki rætt þetta mál neitt ítarlega á þeirri mínútu sem ég hef í ræðustól. En það eitt að dómsmrh. landsins skuli koma í þennan stól, draga upp þetta bréf og lesa það hér er stórundarlegt. Hann hefur ekkert fyrir sér, hann hefur engan rökstuðning, hann hefur ekkert í höndunum um það mál sem hann er að tala um og veit sjálfur að þetta eru órökstuddar ávirðingar sem ég á að reyna að svara hér á einni mínútu. Það segir mér hvílík örvænting er í þessu máli, hæstv. dómsmrh.

Ég segi ekki annað en það að ég vona bara að guð hjálpi ykkur til að þið getið lent þessu máli með einhverjum hætti.