Útvarpslög og samkeppnislög

Laugardaginn 15. maí 2004, kl. 16:41:03 (8294)

2004-05-15 16:41:03# 130. lþ. 116.3 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 130. lþ.

[16:41]

Kristján L. Möller (andsvar):

Herra forseti. Ég veit þá ánægjulegu staðreynd að Björn Bjarnason, borgarstjórakandídat Sjálfstfl. í síðustu kosningum, náði ekki kjöri. Það var mjög ánægjulegt.

Ég sagði áðan að þetta snerist um viðskipti. Það er aðili sem býðst til að selja ákveðnum aðila ákveðið lén. Sá sem fær boðið hafnar því, Inga Jóna Þórðardóttir hafnaði því meðal annars. Þessi drullupollalýsing á við. Upp í huga minn kom ein vísa í lokin sem ég ætla að fá að fara með, með leyfi forseta:

  • Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,
  • þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann
  • en láttu það svona í veðrinu vaka,
  • þú vitir, að hann hafi unnið til saka.