Útvarpslög og samkeppnislög

Laugardaginn 15. maí 2004, kl. 16:42:31 (8296)

2004-05-15 16:42:31# 130. lþ. 116.3 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, BjörgvS (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 130. lþ.

[16:42]

Björgvin G. Sigurðsson:

Virðulegi forseti. Ég hef kvatt mér hljóðs til að bera af mér sakir en eins og fram kom í því tölvubréfi sem hæstv. dómsmrh. las upp fyrir skömmu var vitnað til 21/2--3 ára gamals samtals sem ég átti í síma við þriðja aðila, bréfritara sem hæstv. dómsmrh. vitnaði til. Þar er það haft eftir mér og mér lagt það til að ég hafi einhverja vitneskju um fjármál forustumanna Reykjavíkurlistans og hafi gefið til kynna að ég vissi eitthvað um þau. Það er einfaldlega rangt sem þar kemur fram, ég hef aldrei haft neina vitneskju um fjármál Reykjavíkurlistans eða forustumanna hans, ekki nokkra innsýn í fjármál hans, aldrei nokkra einustu, hvorki vitneskju, innsýn eða aðkomu að rekstri Reykjavíkurlistans. Þar hef ég aldrei komið að borðum. Framganga hæstv. ráðherra er því eingöngu honum til skammar og meira að segja fyrir neðan virðingu hans.