Útvarpslög og samkeppnislög

Laugardaginn 15. maí 2004, kl. 17:53:09 (8314)

2004-05-15 17:53:09# 130. lþ. 116.3 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 130. lþ.

[17:53]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. talar ekki fyrir hönd þjóðarinnar. Hún reyndi að komast í þá stöðu en komst ekki, forsætisráðherraefnið mikla komst ekki í þá stöðu. En hún getur þess vegna ekki talað fyrir hönd þjóðarinnar með þeim hætti eins og hún þykist geta gert.

Eina sem ég fjallaði um voru efnislegir þættir sem snúa að lögfræðilegum atriðum, álitaefnum, lögfræðilegum álitaefnum um hæfi. (ISG: Nei.) Ég fjallaði um enga aðra hluti. Og það getur ekki hv. þm. með rökum og því síður með einhverju flissi haldið fram að ég hafi gert. Fliss er ekki rök