Útvarpslög og samkeppnislög

Laugardaginn 15. maí 2004, kl. 18:46:12 (8333)

2004-05-15 18:46:12# 130. lþ. 116.3 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, SigurjÞ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 130. lþ.

[18:46]

Sigurjón Þórðarson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við í Frjálsl. styðjum þessa tillögu þar sem öllum ætti að vera ljóst að fjölmiðlafrv. er vanreifað og unnið í þvílíkum flýti í allshn. að undrun sætir og án þess að nokkur rök liggi bak við þessa hraðferð í gegnum nefndina. Þau rök hafa enn ekki komið fram.

Meiri hluti allshn. hefur orðið sér til mikillar minnkunar með þessum handarbakavinnubrögðum og þá sérstaklega formaður nefndarinnar, hv. þm. Bjarni Benediktsson, en hann ber ábyrgð á þessu verklagi og hann ætti að gera sér grein fyrir því.