Útvarpslög og samkeppnislög

Laugardaginn 15. maí 2004, kl. 18:47:09 (8334)

2004-05-15 18:47:09# 130. lþ. 116.3 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, BjarnB (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 130. lþ.

[18:47]

Bjarni Benediktsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það frv. sem hér liggur frammi spornar við því að eignarhald á fjölmiðlafyrirtækjum og samþjöppun á fjölmiðlamarkaði hindri eðlilega þróun þessa markaðar.

Þessu frv. til grundvallar liggur ítarleg skýrsla unnin af sérfræðingum, margra mánaða verk nefndarmanna. Meiri hluti allshn. hefur lagt fram rökstutt álit með brtt. sem taka mið af þeim ábendingum sem nefndinni hafa borist. Þetta mál er ítarlega og vel unnið, það er líklegt til þess að ná því markmiði sem að er stefnt og þess vegna er engin ástæða til þess að vísa málinu frá.