Útvarpslög og samkeppnislög

Laugardaginn 15. maí 2004, kl. 18:50:11 (8336)

2004-05-15 18:50:11# 130. lþ. 116.3 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, AKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 130. lþ.

[18:50]

Anna Kristín Gunnarsdóttir:

Herra forseti. Þetta frv. sem hér er til meðferðar mun gera íslenska fjölmiðlalöggjöf að einsdæmi í heiminum. Það er sértækt og stjórnarþingmenn sjálfir hafa staðfest í ræðum sínum að það beinist gegn einu fyrirtæki. Ef samþykkt verður mun það stuðla að fábreytni á fjölmiðlamarkaði. Það er skoðun sérfræðinga sem hafa veitt álit sitt að frv., einnig að teknu tilliti til brtt., muni að öllum líkindum brjóta í bága við margar greinar stjórnarskrár lýðveldisins.

Samf. leggur til að þessu frv., sem á rætur í hörundssárum stjórnmálamönnum sem þola ekki gagnrýni og vilja ritskoðun og finna að þeir hafa ekki lengur öll tögl og hagldir í fjölmiðlaheiminum, verði vísað frá. Ég segi já.