Útvarpslög og samkeppnislög

Laugardaginn 15. maí 2004, kl. 18:55:20 (8338)

2004-05-15 18:55:20# 130. lþ. 116.3 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, ÖJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 130. lþ.

[18:55]

Ögmundur Jónasson (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þetta frv. er illa undirbúið og þarf miklu ítarlegri skoðunar við og umræðu innan þings og utan. Sú umræða þarf að taka bæði til einkarekinna fjölmiðla og þeirrar framtíðar sem menn ætla Ríkisútvarpinu.

Mörg mjög alvarleg álitamál eru uppi varðandi frv. og líklegar afleiðingar þess verði það lögfest. Þannig er hætta á því að það stefni atvinnu fjölda fólks í hættu og einnig er raunveruleg hætta á því að það veiki þá fjölmiðla sem nú eru starfræktir í landinu og dragi þannig úr fjölbreytni í fjölmiðlaflórunni.

Þá eru ýmsir, og margir innan þings sem utan, sem telja að frv. standist ekki stjórnarskrá lýðveldisins og vilja að það mál fái betri og ítarlegri skoðun.

Allt ber hér að sama brunni. Við getum ekki samþykkt þetta frv. og munum greiða atkvæði gegn öllum greinum þess.