Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 12:32:12 (8370)

2004-05-17 12:32:12# 130. lþ. 118.2 fundur 997. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (verðsamráð í mjólkuriðnaði) frv. 85/2004, 1000. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (samningur um mjólkurframleiðslu 2005--2012) frv. 61/2004, AKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[12:32]

Anna Kristín Gunnarsdóttir (andsvar):

Frú forseti. Mér var auðvitað kunnugt um í hverju réttaróvissan lá og sé hvernig er verið að bregðast við henni. Ég skil það að verðlagsnefnd á að hafa eftirlit og fær þarna ákveðið hlutverk. Ég hef hins vegar alltaf bent á að langur vegur er á milli bænda og afurðastöðva. Ég spurði í ræðu minni hver ætti að hafa eftirlit með því til dæmis eða hvort ekkert sé fyrirhugað að koma með neinar tillögur um að afurðastöðvarnar fari rétt með það fjármagn sem þær fá til meðferðar fyrir tilstilli þessa samnings. Ég benti á að það hefur verið farið á mjög gagnrýnisverðan hátt með fé og það er ekki verið að bregðast við því í frumvarpinu.