Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 12:39:25 (8375)

2004-05-17 12:39:25# 130. lþ. 118.2 fundur 997. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (verðsamráð í mjólkuriðnaði) frv. 85/2004, 1000. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (samningur um mjólkurframleiðslu 2005--2012) frv. 61/2004, DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[12:39]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil mótmæla því að neytendur hafi ekki notið þess hvernig mjólkurbúin eru rekin. Það verður að líta til þess að á meðan vörur hafa hækkað mjög mikið í verði í landinu --- að undanförnu kannski ekki mjög mikið en töluvert --- þá hækkaði mjólkurverð ekki neitt. Frá afurðastöðvunum hækkaði ekki um krónu um síðustu áramót þannig að þar er núll, hv. þm. Neytendur hljóta því að hafa hagnast af því.