Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 13:09:56 (8389)

2004-05-17 13:09:56# 130. lþ. 118.2 fundur 997. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (verðsamráð í mjólkuriðnaði) frv. 85/2004, 1000. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (samningur um mjólkurframleiðslu 2005--2012) frv. 61/2004, ÁÓÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[13:09]

Ágúst Ólafur Ágústsson (andsvar):

Frú forseti. Það kerfi er ekki gott sem býður upp á eitt hæsta matvörðuverð fyrir neytendur í heimi. (DrH: Það er rangt.) Það er ekki gott kerfi sem veldur því að landbúnaðurinn krefjist einna hæstu styrkja sem þekkjast meðal OECD-þjóða. Sú staðreynd er samkvæmt frumvarpi hæstv. landbúnaðarráðherra sjálfs. Það er ekki gott kerfi sem veldur því að bændur, sérstaklega sauðfjárbændur, eru ein fátækasta stétt landsins. Þessir punktar benda til að kerfið sé gallað. Það er eitthvað að. Bændur eru ekki ofsælir af kerfinu. Neytendur eru ekki ofsælir af kerfinu. En til er ákveðin klíka sem vill viðhalda þessu vonlausa kerfi og lokar á alla umræðu um að feta okkur í aðrar áttir. Hún vill halda í status quo. Hún vill festa þetta vonlausa kerfi í átta ár í staðinn fyrir að trappa hægt og rólega niður og frá þessu kerfi. Bændur munu ekki hagnast á þessu kerfi til lengri tíma. Það á að treysta íslenskum bændum til að standa á eigin fótum, líka hæstv. landbúnaðarráðherra. (Forseti hringir.) Hann virðist sýna afskaplega lítið af því með (Landbrh.: ... það traust.) málflutningi sínum.