Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 16:36:54 (8408)

2004-05-17 16:36:54# 130. lþ. 118.2 fundur 997. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (verðsamráð í mjólkuriðnaði) frv. 85/2004, 1000. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (samningur um mjólkurframleiðslu 2005--2012) frv. 61/2004, KÓ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[16:36]

Kjartan Ólafsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni fyrir svarið. Ég skil það svo að málflutningur hans sé stefna og skoðun Samfylkingarinnar hvað þessi frumvörp varðar en ekki sá málflutningur sem hér var uppi hafður af hv. þm. Ágústi Ólafi Ágústssyni sem var á allt annan veg. Ég fagna því vegna þess að ég held að við séum að stíga þarna rétt skref.

Þess má geta, hæstv. forseti, að við í iðnaðarnefnd erum að fjalla um lagafrumvarp er varðar Landsnet og raforkumálin. Þar er svipað módel uppi þar sem ákveðin hagræðingarkrafa er innbyggð. Mér heyrist nánast að það sé það sem þingmaðurinn er að tala hér um.