Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 20:49:57 (8444)

2004-05-17 20:49:57# 130. lþ. 118.1 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[20:49]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Afstaða mín í þeim efnum er alveg óbreytt. Ég tel að menn eigi að vinna að því að ná samkomulagi um gólf í sóknardagakerfið eins og er. Ég vil að það gólf verði 23 dagar. Ég er tilbúinn til að vinna að samkomulagi um það. Ekki er hægt að fullyrða um það hvar menn næðu saman í þeim efnum, ég get verið tilbúin að fylgja samkomulagi t.d. milli hagsmunasamtaka og ráðherra sem fæli í sér eitthvað lægra gólf ef um það væri samkomulag. Það er skýr afstaða mín í málinu. Hins vegar finnst mér frv. vera svo langt frá því sem við höfum stefnt að að það þurfi að taka verulegum breytingum, að mínu viti, til þess að hægt sé að ætlast til að menn búi við það.