Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 22:14:47 (8472)

2004-05-17 22:14:47# 130. lþ. 118.1 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[22:14]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Mig langar til að spyrja hv. þingmann hvort hann geti séð að jafngildir kostir geti komið út úr því þegar um er að ræða að menn hafa verið að veiða úr sameiginlegum potti þar sem menn hafa í raun og veru verið að keppa um aflaheimildir sín í milli úr pottinum og því að láta suma fara út. Þá munu þeir líkast til fara út úr pottinum sem eru með hæstu viðmiðunina og hinir sitja eftir sem eru með þá lægstu. Möguleikar til að keppa við hina um aflaheimildirnar eins og eru fyrir hendi í þessum sameiginlega potti eru ekki sambærilegir þegar um er að ræða sóknardagakerfi eins og við erum að tala um. Er hv. þm. að tala um að búa til nýjan kost þar sem raunverulegur samanburður yrði á milli kerfa? Það getur ekki verið slíkur kostur sem hér er settur upp í þessu frv.