Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 23:17:55 (8487)

2004-05-17 23:17:55# 130. lþ. 118.1 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[23:17]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Mig langar til að heyra frá hv. þingmanni sem oft hefur bæði talað og skrifað um það að koma á sóknarkerfi og nefnt til færeyska kerfið, flutt um það tillögu o.s.frv., hvort honum finnist ekki undarlegt að koma inn á Alþingi og tala fyrir því að leggja af þetta pínulitla sóknarkerfi sem er við lýði á Íslandsmiðum. Finnst honum ekki full ástæða til að viðhalda slíku kerfi, a.m.k. til samanburðar við hitt þannig að menn geti aðeins haft augað á öðrum leiðum til að stjórna fiskveiðum en að gera það með kvótakerfinu? Hvenær umpólaðist hv. þm. svona í þessu máli? Eða hvað er það, finnst honum þetta gólf sem boðið er upp á vera eitthvert val? Er þetta ekki bara kjallari?