Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 23:26:32 (8495)

2004-05-17 23:26:32# 130. lþ. 118.1 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[23:26]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þingmanni fyrir hjartnæma ræðu þar sem fólk átti að geta valið fram og aftur. Ég spyr þá hv. þingmann hvort krókaaflamarksbátar geti ekki bara valið til baka ef úttektin sýnir að færeyska kerfið sé eitthvað sem má búa við. Ég held að við þurfum í raun og veru ekki að spyrja okkur þeirra spurninga hvort færeyska kerfið, sóknarkerfið, sé betra. Ég held að það gefi augaleið að kerfi sem hvetur ekki til brottkasts eins og aflamarkskerfið gerir, kvótakerfið, sé betra fyrir þjóðina. Það er líka einmitt það sem stefna Framsfl. segir á síðasta flokksþingi sem haldið var 2003, framsóknarmenn segjast vilja koma í veg fyrir brottkast. Ég tel að þá eigum við að stefna óhikað að sóknarkerfi, ekki vera að breyta þessum leiðum okkar að sóknarkerfi heldur bíða eftir úttektinni.