Framhald umræðu um fjölmiðlafrumvarp

Þriðjudaginn 18. maí 2004, kl. 10:20:25 (8518)

2004-05-18 10:20:25# 130. lþ. 119.91 fundur 575#B framhald umræðu um fjölmiðlafrumvarp# (aths. um störf þingsins), BH
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 130. lþ.

[10:20]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Virðulegi forseti. Það vekur óneitanlega athygli að hæstv. forsrh. skuli hafa orð fyrir ríkisstjórninni í þessu máli. Ég kalla eftir, virðulegur forseti, afstöðu hæstv. utanrrh. og formanns Framsfl. sem lýsti því yfir í fréttum í gær að það væri fullkomin samstaða um þetta mál innan Framsfl., að allir væru sáttir við þetta innan Framsfl., reyndar að undanskildum hv. þm. Kristni H. Gunnarssyni sem hann virtist ekki hafa borið málið undir.

Annað hefur komið í ljós, virðulegur forseti. Ég hlýt að spyrja hæstv. utanrrh., úr því að hann situr hér og hlýðir á þessar umræður: Var það ekki satt sem hann sagði í fréttum í gær? Er hann tilbúinn að staðfesta í þessum ræðustól að um þessar brtt. sé fullkomin sátt innan Framsfl.?

Mér finnst mjög mikilvægt, virðulegur forseti, að þetta komi í ljós úr því að hæstv. utanrrh. situr undir þessum umræðum og hefur ekki séð ástæðu til að tjá sig.