Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Þriðjudaginn 18. maí 2004, kl. 10:24:22 (8520)

2004-05-18 10:24:22# 130. lþ. 119.4 fundur 786. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (afnám gjalda) frv. 51/2004, JBjarn (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 130. lþ.

[10:24]

Jón Bjarnason (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um að leggja niður Þróunarsjóð sjávarútvegsins, þ.e. að hætt verði að greiða framlag í Þróunarsjóð sjávarútvegsins. Þetta frv. er liður í þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar, sem hún hefur beitt sér fyrir á síðustu árum í fiskveiðistjórn, að negla niður þetta margumrædda kvótakerfi í sjávarútvegi, kerfi fyrir stjórn fiskveiða sem reynist byggðum landsins afar þungt í skauti.

Við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs höfum lagt fram aðrar tillögur í fiskveiðistjórnarmálum sem miða að því að bæta umgengni og nýtingu auðlindarinnar en kæmu líka til með að styrkja byggð og búsetu um land allt. Hluti fiskveiðiheimildanna er samkvæmt þeim tengdur byggðunum.

Þessi aðgerð er liður í að framfylgja ranglátri stefnu ríkisstjórnarinnar í fiskveiðistjórnarmálum. Við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs getum ekki stutt það. Framkvæmdin er fullkomlega á ábyrgð ríkisstjórnarmeirihlutans.