Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Þriðjudaginn 18. maí 2004, kl. 10:26:04 (8521)

2004-05-18 10:26:04# 130. lþ. 119.4 fundur 786. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (afnám gjalda) frv. 51/2004, GHj (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 130. lþ.

[10:26]

Guðjón Hjörleifsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Varðandi málefni þróunarsjóðsins var það þannig að hv. þm. Jóhann Ársælsson hafði samband við fulltrúa sjútvrn. og fékk skýringar á málum um bókanir frá fjmrn. í frv. um þróunarsjóðinn. Ég ætlaði honum minnisblað fyrir nefndina en hann tjáði Arndísi Steinþórsdóttur sem hann ræddi við að þetta væru nægar skýringar.

Síðan óskaði Jón Gunnarsson eftir minnisblaði og það kom seinni partinn í gær. Ég átti ekki von á því að málið yrði tekið til afgreiðslu upp úr miðnætti þannig að það er komið áleiðis, þetta minnisblað með skýringum á málinu. Skýringin á þessu er sú að hv. þm. Jóhann Ársælsson taldi ekki þurfa minnisblað eftir að hafa rætt við Arndísi Stefánsdóttur. Þess vegna tafðist málið.