Norðurlandasamningur um almannatryggingar

Þriðjudaginn 18. maí 2004, kl. 11:04:06 (8531)

2004-05-18 11:04:06# 130. lþ. 119.14 fundur 949. mál: #A Norðurlandasamningur um almannatryggingar# þál. 19/130, Frsm. JBjart
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 130. lþ.

[11:04]

Frsm. utanrmn. (Jónína Bjartmarz):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. hv. utanrmn. um till. til þál. um staðfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar. Vegna þessa máls fékk nefndin á fund sinn aðila sem taldir eru upp í nefndarálitinu,

Leitað er heimildar Alþingis til að staðfesta Norðurlandasamning um almannatryggingar sem gerður var í Karlskrona 18. ágúst 2003. Þessi samningur kemur í stað Norðurlandasamningsins frá 1992. Það er stefnt að því að lögfesta samninginn hér á landi og hefur hæstv. heilbr.- og trmrh. þegar lagt fram frv. þess efnis sem er þskj. 1442, 948. mál. Hv. utanrmn. leggur til að þessi tillaga verði samþykkt.

Undir álitið rita auk framsögumanns sem hér stendur hv. þingmenn Rannveig Guðmundsdóttir, Drífa Hjartardóttir, Magnús Stefánsson og Guðjón Arnar Kristjánsson.