Lögreglulög

Þriðjudaginn 18. maí 2004, kl. 14:43:44 (8564)

2004-05-18 14:43:44# 130. lþ. 119.23 fundur 870. mál: #A lögreglulög# (tæknirannsóknir o.fl.) frv. 56/2004, SigurjÞ
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 130. lþ.

[14:43]

Sigurjón Þórðarson:

Herra forseti. Ég held að hér sé um gott mál að ræða, að sameina sambærilega starfsemi stofnananna, og ég tel að menn eigi að huga að fleiri þáttum í starfi ríkislögreglustjóra og lögreglustjóraembættisins í Reykjavík. Ég veit ekki betur en það sé efnahagsbrotadeild á báðum stöðum og það er spurning hvort menn gætu ekki náð meiri árangri ef þessar deildir væru sameinaðar. Og ég veit ekki betur en það sé forvarnadeild hjá báðum embættum og rannsóknadeild. Ef menn ætla að ná árangri í ríkisrekstri eiga menn náttúrlega að reyna að koma í veg fyrir tvíverknað og ég tel að þetta mál sé tilefni til að skoða fleiri þætti þessara embætta og reyna að ná fram sparnaði í lögreglustarfseminni og meiri árangri því það er náttúrlega það sem við stefnum að. En eins og ég segi er hér um ágætismál að ræða sem við í Frjálsl. styðjum heils hugar.