Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 18. maí 2004, kl. 16:15:54 (8589)

2004-05-18 16:15:54# 130. lþ. 119.26 fundur 856. mál: #A sveitarstjórnarlög# (sameining sveitarfélaga, nefndir, ábyrgðir o.fl.) frv. 69/2004, BjörgvS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 130. lþ.

[16:15]

Björgvin G. Sigurðsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég túlka svarið sem svo að þingmaðurinn vilji ekki skilgreina einhverja lágmarksstærð heldur að leyfa því að fljóta eftir því hvernig málum er háttað í einstökum sveitarfélögum. En til að gefa honum kost á að svara síðustu spurningunum þá ákvað ég að koma upp aftur og þá fær hann aðra mínútu til að koma í síðara sinn í andsvar. Þær spurningar lutu að hlutfalli verkaskiptingar milli ríkis og sveitarfélaga og hins vegar að títtnefndu íbúalýðræði sem er mjög fyrir borð borið á Íslandi í allt of mörgum tilfellum þó svo að það hafi verulega aukist í seinni tíð með tilkomu íbúaþinganna o.s.frv. og margt hefur færst til betri vegar. Og hvað varðar stórpólitískt mál sem uppi hefur verið í umræðum upp á síðkastið, þ.e. hvort færsla Hringbrautarinnar hefði átt að fara fyrir kjósendur í Reykjavík, þá vil ég sérstaklega kalla fram viðhorf hans í því þar sem hún mun koma honum við í ferðum hans frá Grafarvogi og niður á hið háa Alþingi á næstu árum.