Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 18. maí 2004, kl. 16:19:36 (8593)

2004-05-18 16:19:36# 130. lþ. 119.26 fundur 856. mál: #A sveitarstjórnarlög# (sameining sveitarfélaga, nefndir, ábyrgðir o.fl.) frv. 69/2004, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 130. lþ.

[16:19]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er nákvæmlega það sem ég var að setja út á í ræðu minni að í allri þeirri vinnu sem búin er að fara fram og umræðum um sameiningu sveitarfélaga og stækkun og eflingu þeirra skuli menn enn þá sitja með þá niðurstöðu að hafa ekki getað klárað sig af því hvort þeir vilji hafa íbúalágmarkið 50 og rökstyðja þá að það skuli vera þannig áfram eða hvaða annað íbúalágmark eigi þá að vera. Það er auðvitað varla boðlegt á hv. Alþingi eftir alla þá umræðu og öll þau ár sem sú umræða hefur staðið að menn skuli ekki enn hafa klárað sig af því hvaða afstöðu þeir hafa til þessa hluta málsins.