Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 18. maí 2004, kl. 17:00:07 (8598)

2004-05-18 17:00:07# 130. lþ. 119.26 fundur 856. mál: #A sveitarstjórnarlög# (sameining sveitarfélaga, nefndir, ábyrgðir o.fl.) frv. 69/2004, GÞÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 130. lþ.

[17:00]

Guðlaugur Þór Þórðarson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að það sé sjálfgert og sjálfsagt að skoða alla þætti sem skipta máli. Ég held að það sem hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson fór yfir áðan og væntanlega, án þess að hafa kynnt mér það neitt sérstaklega, býst ég við að hugmyndin hafi eitthvað að gera með fjárhagslegt sjálfstæði viðkomandi sveitarstjórnarmanna en ég held að það sé eðlilegt að skoða það í samhengi og því samhengi sem hv. þm. nefndi, í tengslum við önnur trúnaðarstörf sem við kjósum í o.s.frv. Hins vegar held ég að að sé alveg rétt hjá hv. þm. Kristni H. Gunnarssyni að það er kannski ekki heppilegast að skoða slíkt ákvæði milli 2. og 3. umr. heldur sé betra að nefndin fari yfir það í betra tómi og ég sé nákvæmlega ekkert því til fyrirstöðu.