Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 18. maí 2004, kl. 19:11:10 (8617)

2004-05-18 19:11:10# 130. lþ. 119.26 fundur 856. mál: #A sveitarstjórnarlög# (sameining sveitarfélaga, nefndir, ábyrgðir o.fl.) frv. 69/2004, KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 130. lþ.

[19:11]

Kristján L. Möller (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar líka að heyra og spurning mín er örstutt: Hvenær má vænta þess að ríkissjóður, ríkisstjórnin, fjárln. og aðrir sem koma að fjármálum ríkisins taki sig til og breyti kerfinu og skili þeim tekjum sem sveitarfélögin urðu af við það að breytt var úr einkarekstri yfir í einkahlutafélög, en að mati Sambands íslenskra sveitarfélaga er það um 1 milljarður kr. sem sveitarfélögin missa á ári hverju af þeim sökum? Hvenær má vænta þess, virðulegi forseti, að þessu verði breytt og sveitarfélögin fái út úr því þá peninga sem þau sannarlega áttu?