Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 18. maí 2004, kl. 19:48:37 (8625)

2004-05-18 19:48:37# 130. lþ. 119.26 fundur 856. mál: #A sveitarstjórnarlög# (sameining sveitarfélaga, nefndir, ábyrgðir o.fl.) frv. 69/2004, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 130. lþ.

[19:48]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir svör hans. Það sem vakir fyrir okkur þarna er fordæmisgildið. Við teljum mikilvægt að í nefndum af þessu tagi komi fulltrúar allra að og það sé jafnræði með mönnum innan nefndarinnar. Það er alveg rétt að stórar nefndir eru ekki alltaf til góðs. Það er ekki alltaf til góðs að fjölga í nefndum en skilvirkar nefndir geta verið þær sem tefla saman mörgum sjónarmiðum.

Ég ætla ekki að orðlengja þetta. Ég er búinn að gera grein fyrir sjónarmiðum mínum. Ég þakka hv. þm. fyrir svörin. Hann hefur gert grein fyrir sínum sjónarmiðum. Meira er ekki um málið að segja að sinni.