Lokafjárlög 2000

Miðvikudaginn 19. maí 2004, kl. 10:44:18 (8647)

2004-05-19 10:44:18# 130. lþ. 120.4 fundur 326. mál: #A lokafjárlög 2000# frv. 100/2004, EMS (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 130. lþ.

[10:44]

Einar Már Sigurðarson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Nú verða greidd atkvæði um frv. til lokafjárlaga fyrir árið 2000. Þetta frv. er að sjálfsögðu algjörlega á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Það sem vekur þó sérstaka athygli er að í 3. gr. frv. er gert ráð fyrir því að staðfesta ríkisreikning fyrir árið 2000 þrátt fyrir að í minnisblaði frá fjmrn. liggi fyrir ósamræmi á milli frv. til lokafjárlaga og ríkisreiknings. Við teljum ekki þinglegt að staðfesta ríkisreikning sem fyrir liggur að ekki er í samræmi við lokafjárlög. Þess vegna, herra forseti, mun þingflokkur Samf. sitja hjá við þá atkvæðagreiðslu sem hér fer fram.