Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 19. maí 2004, kl. 12:13:23 (8660)

2004-05-19 12:13:23# 130. lþ. 120.19 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 130. lþ.

[12:13]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Frú forseti. Hæstv. ráðherra bað um málefnalega umræðu. Í sömu ræðu gerist hann svo ómerkilegur að hann snýr út úr frétt Fréttablaðsins þar sem vitnað er í Skarphéðin Berg Steinarsson. Er það málefnalegt? Mér finnst það mjög ómerkilegt og lýsa málefnafátækt hæstv. ráðherra þegar hann segir það til vitnis um að lögin séu ekki sértæk, og hér er haft orðrétt eftir umræddum stjórnarformanni: ,,Lögin eru alveg jafnsértæk og þau voru áður. Þeim er ætlað að brjóta upp Norðurljós.`` Þetta er það sem maðurinn sagði. Það er alls ekkert til í því að þessi grein sé til vitnis um að lögunum sé ekki beint gegn Norðurljósum.