Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 19. maí 2004, kl. 12:20:46 (8667)

2004-05-19 12:20:46# 130. lþ. 120.19 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 130. lþ.

[12:20]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að aðalatriðið fyrir fyrirtæki sem er þá skilgreint sem markaðsráðandi sé að það hafi svigrúm til að selja hlutabréf sín, hafi hæfilegan tíma til þess. Ef ég man rétt eru það 120 dagar. Það er að sjálfsögðu mjög mikilvægt fyrir viðkomandi fyrirtæki að það geti haldið áfram að eiga einhvern hlut í fjölmiðlum.

Ég ítreka og vil spyrja hv. þingmann: Hefur (Gripið fram í.) hv. þm. engar áhyggjur af því að markaðsráðandi fyrirtæki séu mjög ráðandi í fjölmiðlarekstri á Íslandi? Telur hún enga hættu á að slík fyrirtæki misnoti aðstöðu sína? (BH: Hv. þm. veit að ég get ekki svarað þessu.)